Skip to main content

Nefna má enn eina megineldstöð sem safnar kröftum um þessar mundir: Grímsvötn. Þau eru megineldstöð í Vatnajökli og teljast virkasta eldfjall landsins. Eldgos hafa orðið þar á 4-5 ára fresti að meðaltali um alllangt skeið en þau eru yfirleitt lítil en geta þó verið öflug fyrstu klukkustundirnar. Gosefnin eru jafnan aska og önnur laus gosefni (gjóska) og valda ekki vandræðum utan Íslands. Engu að síður var nokkrum flugum aflýst 2011 en gosið það ár var óvenju öflugt og framleiðið þótt stutt væri. Samsett askja Grímsvatna er vatnsfyllt og jökulhella flýtur á stöðuvatninu.

Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður og höfundur margra bóka og
heimildarmynda/sjónvarpsþátta um jarðfræði Íslands, einkum á sviði eldfjalla-
og jöklafræði. Hann er hluti af teyminu sem skóp LAVA og skrifaði handritið að
sýningunni.

Leave a Reply

Join the Lava Club

Get updated information regarding the exhibition and special offers. We also send regularly updated information on Icelandic volcanoes and email alerts on eruption and earthquakes.