Skip to main content

Hundruð jarðskjálfta koma fram í hverri viku á víðtæku mælaneti sem Veðurstofan rekur. Flestir eru mjög litlir (upp undir M2 eða M2,5 að stærð). Þeir finnast ekki, eða sjaldan. Stærri skjálftar, frá M3 upp að M4,5 , jafnvel M5, verða á hverju ári og enn stærri skjálftar (M5-7) ríða yfir meða áratuga eða alda bili, allt eftir landsvæðum. Að undanförnu hafa tvenns konar skjálftahrinur gengið yfir, líkt og oft áður. Dæmigerðar rekhrinur (hreinir brotaskjálftar) hafa mælst á hafsbotni SV og NA af landinu og á þurru landi, til dæmis á Reykjanesskaga. Hrinurnar valda ekki vandkvæðum eða ótta og af þeim hlýst ekki tjón. Hinar hrinurnar eru skjálftar í miðjum eldstöðvakerfa, einkum í Kötlu og Bárðarbungu. Skjálftarnir eiga sér annað hvort upptök fremur grunnt (brotaskjálftar t.d. vegna öskjusigs) eða á mun meira dýpi, og þá vegna kvikuhreyfinga.

Skemmdir í vegi vegna jarðskjálfta

Leave a Reply

Join the Lava Club

Get updated information regarding the exhibition and special offers. We also send regularly updated information on Icelandic volcanoes and email alerts on eruption and earthquakes.