Skip to main content
 

UM
LAVA CENTRE

Fræðandi sýning um eldvirkni Íslands

Lava – Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands er fjölbreytt afþreyingar- og upplifunarmiðstöð helguð þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum síðan og eru enn að.

Lava gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa þessi náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti, heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir: Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar. Lava er verðlaunaðasta sýning landsins.

Lava er „glugginn“ inn í jarðvanginn Katla Geopark, ásamt því að vera alhliða upplýsinga, sölu- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Lava kemur einnig á framfæri með beinum hætti upplýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í samvinnu við Almannavarnir, Veðurstofu Íslands og lögreglu.

Rammagerðin rekur stórglæsilega verslun með minnjagripum, íslenskri hönnun og miklu úrvali af 66°Norður.

Við stefnum á að opna kaffihús og lítinn veitingastað í júlí 2023 en sumarið 2024 er stefnt á opnun glæsilegrar mathallar.

RÁÐGJAFAR LAVA

Ari Trausti Guðmundsson
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur er handritshöfundur Lava-sýningarinnar. Ari Trausti hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði, stjörnufræði, umhverfisvernd, ferðaslóðir og fjallamennsku, en samtals hafa yfir 40 titlar komið út á íslensku, ensku, ítölsku og frönsku. Hann er einnig þekktur sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, m.a. fyrir margar heimildarmyndir og þáttaraðir sem hann hefur staðið að.

Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur.

BASALT ARKITEKTAR

Basalt Arkitektar hafa séð um hönnun og útfærslu húss Lava í samvinnu við eigendur verkefnisins.

SÝNINGARHÖNNUN

Sýningin í Lava Centre var hönnuð af Basalt arkitektum og Gagarin. Hönnuðir unnu í nánu samstarfi með eigendum Lava Centre og öðrum fyrirtækjum til að skapa nýja framúrskarandi afþreyingar- og upplifunarmiðstöð. Basalt arkitektar sáu um leikmyndahönnun og Gagarin ábyrgðust gagnvirka miðlun. Saman býður þetta uppá stórbrotna upplifun.

Bárður Örn Gunnarsson

Framkvæmdastjóri
bardur@lavacentre.is

Gunnar Aron Ólason

Rekstrarstjóri
gunnar@lavacentre.is

Sigurður Kristján Jensson

Tæknistjóri
siggi@lavacentre.is

SAMSTARFSAÐILAR OKKAR

Sjálfbærni

LAVA leggur áherslu á sjálfbæra ferðaþjónustu ásamt því að stuðla að ábyrgri umgengni við náttúru landsins. LAVA mun ganga til liðs við VAKANN, gæða og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar.

Endurvinnsla

Lava mun flokka allan úrgang og skila til endurvinnslu og á sorpstöðvar.

Græn orka

Lava nýtir jarðhita til kyndingar hússins og mun stuðla að orkusparandi rekstri eins og kostur er.

Join the Lava Club

Get updated information regarding the exhibition and special offers. We also send regularly updated information on Icelandic volcanoes and email alerts on eruption and earthquakes.