Við leitum að gestgjöfum í eldfjallasýninguna, nýja Njálusýningu og Rammagerðina.
LAVA Centre á Hvolsvelli óskar eftir öflugum gestgjöfum til að taka á móti gestum og hópum.
Í húsinu er LAVA eldfjalla- og jarðskjálftasýning, stórglæsileg verslun Rammagerðarinnar og lítið kaffihús og verslun. Í haust opnar svo ný spennandi sýning Njálurefilsins.
Við óskum eftir öflugu og hressu fólki á skemmtilegan vinnustað. Við leitum að fólki með mikla þekkingu á náttúru Íslands og sögu. Háskólanám í tengdum greinum eins og jarðfræði, líffræði, sagnfræði, leiðsögn eða ferðamálafræðum er kostur en ekki skilyrði.
Mikil tækifæri gefast til að vaxa og þróast í starfi hvort sem viðkemur þróun þjónustu, leiðsögn eða stafrænna verkefna eins og bókunarkerfum, samfélagsmiðlum osfrv.
Starfslýsing:
Unnið er á vöktum. Opnunartími er 9-16 alla daga vikunnar.
Starfið felst í móttöku á gestum og hópum, leiðsögn um sýningarnar þegar þess er þörf og sala á aðgöngumiðum og gjafavöru. Starfsmenn sinna einnig uppgjöri, bókunum og upplýsingagjöf auk tilfallandi daglegra verkefna s.s. Létt þrif, umsjón með hvíldarherbergi leiðsögumanna og tryggja framúrskarandi aðgengi gesta utan- sem innan húss.
Hæfnikröfur:
- Þekking og eða áhugi á náttúru Íslands, jarðfræði og sögu.
- Góð samstarfshæfni
- Góð enskukunnátta
- Skipulagshæfni
- Sjálfstæði og frumkvæði
Óskað er eftir að starfsfólk geti hafið störf sem allra fyrst.
Umsóknir sendast á info@lavacentre.is merkt “Starfsumsókn”.