Skip to main content
A fissure eruption and Fagradalsfjall

Ný sprunga við Fagradalsfjall. Mynd frá Ragnari Th.

Um klukkan 13.15 þann 3. ágúst hófst sprungugos nokkru suðvestar en mesta skjálftavirknin hefur verið en þó hliðlægt (suðaustar) en eldri gosprungan. Það hófst rólega með fremur lágri kvikustrókavirkni á u.þ.b. 300 m langri sprungu í Meradölum, um það bil 1,5 km norðan við fjallið Stóra-Hrút. Það kann að breytast; sprungan getur lengst eða virkni dregist fljótt saman í eitt eða fleiri aðalgígop. Hraunið rennur vestanvert í Meradali en kemst upp úr þeim fyrr eða síðar og stefnir þá suður á bóginn í átt að Suðurstrandarvegi. Þangað er þó langt – um 7-8 km leið. Gosið er mjög í ætt við það sem gera mátti ráð fyrir. Gosvirknin fyrstu klukkustundirnar var á að giska a.m.k. fimmfalt meiri en í upphafi gossins í Geldingadölum.

Kortið sýnir legu gossprungunnar (rauð). Hraunið frá 2021 er appelsínugult. Heimild: Veðurstofa Íslands.