Um klukkan 13.15 þann 3. ágúst hófst sprungugos nokkru suðvestar en mesta skjálftavirknin hefur verið en þó hliðlægt (suðaustar) en eldri gosprungan. Það hófst rólega með fremur lágri kvikustrókavirkni á u.þ.b. 300 m langri sprungu í Meradölum, um það bil 1,5 km norðan við fjallið Stóra-Hrút. Það kann að breytast; sprungan getur lengst eða virkni dregist fljótt saman í eitt eða fleiri aðalgígop. Hraunið rennur vestanvert í Meradali en kemst upp úr þeim fyrr eða síðar og stefnir þá suður á bóginn í átt að Suðurstrandarvegi. Þangað er þó langt – um 7-8 km leið. Gosið er mjög í ætt við það sem gera mátti ráð fyrir. Gosvirknin fyrstu klukkustundirnar var á að giska a.m.k. fimmfalt meiri en í upphafi gossins í Geldingadölum.
Recommended For You
Eldfjallavirkni
Fagradalsfjallseldar: Eldgosið NA við Litla-Hrút liggur niðri
Ari Traustiágúst 14, 2023