
The eruption at Fagradalsfjall in Merardalir Valley. Phot0 by Ragnar Th.
Eldgosinu í Meradölum lauk að öllum líkindu snemma dags 21. ágúst. Það hófst 3. ágúst á rúmlega 300 m langri gossprungu í Meradölum, í legu gangs sem olli býsna harkalegri jarðskjálftahrinu á SV-horninu en einkum þó í Grindavík og á nærsvæði. Brátt einangraðist virknin í eldborg með tveimur gosopum. Hraunið, þunnfljótandi basalt úr kvikuþró efst í möttli jarðar, náði um 1,3 ferkílómetra flatarmáli. Rúmmálið telst um 12 milljón rúmmetrar. Mögulegt framhald innan skamms tíma er ekki útilokað en hitt mjög líklegt að eldvirkni haldi áfram í þessu eða öðrum eldstöðvakerfum Reykjanesskagans eins og alkunna er orðið.

Chart: The Icelandic Met Office