Skip to main content
The fissure of Fagradalsfjall erupting orange magma with cars from the resque squad and vistors close by.

The eruption at Fagradalsfjall in Merardalir Valley. Phot0 by Ragnar Th.

Eldgosinu í Meradölum lauk að öllum líkindu snemma dags 21. ágúst. Það hófst 3. ágúst á rúmlega 300 m langri gossprungu í Meradölum, í legu gangs sem olli býsna harkalegri jarðskjálftahrinu á SV-horninu en einkum þó í Grindavík og á nærsvæði. Brátt einangraðist virknin í eldborg með tveimur gosopum. Hraunið, þunnfljótandi basalt úr kvikuþró efst í möttli jarðar, náði um 1,3 ferkílómetra flatarmáli. Rúmmálið telst um 12 milljón rúmmetrar. Mögulegt framhald innan skamms tíma er ekki útilokað en hitt mjög líklegt að eldvirkni haldi áfram í þessu eða öðrum eldstöðvakerfum Reykjanesskagans eins og alkunna er orðið.

Chart: The Icelandic Met Office