LAVA

Gjafabréf á einstaka eldfjallasýningu

By nóvember 25, 2019 No Comments

LAVA Centre hefur hlotið flest verðlaun allra sýninga á Íslandi, bæði hérlendis og erlendis. LAVA Centre er gagnvirk sýning um eldfjöll, jarðskjálfta og jarðsögu Íslands. Gjafabréf á LAVA er einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna. Gjafabréf er umhverfisvæn gjöf sem minnkar sóun og er ávísun á góða samverustund og hlýjar minningar. Gjafabréfin eru á 20% afslætti í desember og er fjölskyldupakki á aðeins 5.744,-

Gjafabréf á LAVA Centre

LAVA Centre hentar flestum sem hafa áhuga á náttúru Íslands, ekki síst fjölskyldum. Börn eru fljót að tileinka sér gagnvirkni sýningarinnar og fullorðna fólkið fær nægar upplýsingar til að fræðast um eldfjöll og jarðskjálfta á Íslandi. Sýningin er mjög aðgengileg og hentar því vel eldri borgurum og þeim sem eiga erfitt með gang, allt húsið er aðgengilegt fyrir hjólastóla.

Gerðu meira úr gjöfinni

LAVA Centre er staðsett á Hvolsvelli, rúmlega klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Í húsinu er kaffihúsið Aska og gjafavöruverslun Rammagerðarinnar. Það er því auðvelt að verja hátt í tveimur tímum á LAVA.

SeljalandsfossÞað er tilvalið að gera meira úr ferðinni t.d. með því að eyða helginni í sumarbústað á Suðurlandi eða frábæra dagsferð frá Reykjavík. Í nágrenni Hvolsvallar er fjölmargt hægt að gera. Örstutt er í Seljaljandsfoss og Skógarfoss. Þórsmörk bíður þeirra sem þrá aukin ævintýr. 

Fjöldi veitingastaða og hótela er á svæðinu auk afþreyingar eins og jöklaferðir, fjórhjólaferðir eða einfaldlega göngutúr með fjölskyldunni að náttúruperlum svæðisins. Að loknum löngum degi er auðvitað tilvalið að skella sér í sund á Hvolsvelli eða Hellu.

Nánari upplýsingar um gjafabréfin

Gjafabréfin fást nú í desember á 20% afslætti. Aðgangur fyrir fjölskylduna, tvo fullorðna og öll börnin kostar því aðeins ISK 5.744,- 

Nú er einnig hægt að gefa inneign í gegnum YAY! appið. Sækið appið á App Store eða Google Play og gefið inneign á heimsókn til LAVA Centre.

Gjafabréfin má nálgast á skrifstofu LAVA Centre að Klettagörðum 12, 104 Reykjavík eða í móttöku LAVA Centre, Austurvegi 14, Hvolsvelli.

Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á  info@lavacentre.is eða í síma 415 5200.

Leave a Reply