Eftir goslok í Eyjafjallajökli 2010, hafa íbúar nágrannalandanna horft til Íslands og átt von á meiru og sama má segja um okkur hér á landi. Á hverjum áratugi sjást merki þess að eldstöðvakerfi safna til sín kviku. Ekki er að undra þótt menn horfi með nokkrum kvíða á sum kerfanna sem eru þekkt að öflugum umbrotum. Nú um stundir sjást merki kvikusöfnunar í a.m.k. fjórum eldstöðvakerfum. Næstu vikur verða settar hér inn færslur um þetta efni og fleira.
Hekla
Eldstöðin mikla, sjálf Hekla (1.495 m), sem rís yfir Suðurlandsundirlendinu, hóf umbrotatímabil með stórgosi 1104, eftir allangt hlé. Fram til 1948 gaus fjallið einu sinni til tvisvar á öld, misöflugum gjósku- og hraungosum. Í upphafi gossins 1947 barst aska til Skandinavíu. Umbrotin stóðu í 13 mánuði en trufluðu nágranna okkar ekki frekar.
Síðustu áratugi 20. aldar breytti Hekla um takt og nú gengu eldgosin yfir með umáratugs millibili. Þau stóðu fremur stutt, í allt að 50 daga, og gosefnamagnið varmun minna en í flestum gosum á sögulegum tíma. Síðasta gosið varð árið 2000og hefur eldfjallið ekki sýnt augljós merki um aðsteðjandi gos. Fjallið hefur enguað síður bólgnað og náð mörkum yfir þeim sem voru ljós þegar gos hófst árið2000. Því má búast við gosi hvenær sem er án þess að segja megi til um hvenær.Dagar, vikur, mánuðir og ár geta liðið þar til Hekla opnast á ný. Eins og kunnugter líður innan við lukkustund frá því örugg merki berast úr eftirlitskerfi um aðgos sé við að hefjast þar til það brýst út. Hekluferðir eru þar með ekkiáhættulausar. Dálítil smáskjálftavirkni er í fjallinu. (Næst: Bárðarbunga)
Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður og höfundur margra bóka og
heimildarmynda/sjónvarpsþátta um jarðfræði Íslands, einkum á sviði eldfjalla-
og jöklafræði. Hann er hluti af teyminu sem skóp LAVA og skrifaði handritið að
sýningunni.