Skip to main content

Gosórói við Fagradalsfjall. Mynd: Veðurstofa Íslands

Eldgosið í Geldingadölum hefur þróast á sérstæðan hátt. Með og án sýnilegrar gosvirkni halda Geldingadalaeldar (eða Fagrahraunseldar) áfram með ýmsu sniði. Lengst af júlí var gosóróinn bæði slitróttur og samfelldur og einnig misákafur (sjá línurit Veðurstofunnar – ljósblátt merki). Það bendir til þess að kvika nái inn í pípulögnina í helluhrauninu, sem einkennir hraunmassann, þegar sést til goss í gígnum en líka þegar ekki sést til kviku í honum.  Það er fræðilega ekki merk tíðindi en fróðlegt og óvænt að upplifa. Hraunrennsli hefur minnkað og gæti verið nálægt 6-7 rúmmetrum á sekúndu. Ef fram heldur nógu lengi verður hægt að sjá sýnilega hraundyngju hlaðast upp. Flæðigosið hefur nú einkennst af ákveðnum fösum:

1. Stutt sprungugos með einum aðalgíg á nýrri gossprungu.
2. Lenging gosprungunnar með allt að átta virkum gígum.
3. Einangrun stöðugs flæði-/hraungoss við einn öflugan gíg með verulegri kvikustrókavirkni og meira hraunflæði en áður var.
4. Slitrótt, sýnilegt gos með mislöngum hléum en stöðugu hraunflæði, að mestu undir yfirborði hins nýja hrauns.
Í 5. fasa gæti gosið loks þróast yfir í kyrrlátt og stöðugt flæðigos úr gígnum. Þar kraumaði bullandi hrauntjörn og hraunrennsli væri áfram að mestu í flókinni í pípulögn, langar leiðir innan hraunbreiðu umhverfis dyngjugíginn.
-Ari Trausti Guðmundsson

Fagrahraunseldar eruption. Picture taken on 12 July 2021 by Ragnar Th.

Leave a Reply

Join the Lava Club

Get updated information regarding the exhibition and special offers. We also send regularly updated information on Icelandic volcanoes and email alerts on eruption and earthquakes.