
Gosórói við Fagradalsfjall. Mynd: Veðurstofa Íslands
Eldgosið í Geldingadölum hefur þróast á sérstæðan hátt. Með og án sýnilegrar gosvirkni halda Geldingadalaeldar (eða Fagrahraunseldar) áfram með ýmsu sniði. Lengst af júlí var gosóróinn bæði slitróttur og samfelldur og einnig misákafur (sjá línurit Veðurstofunnar – ljósblátt merki). Það bendir til þess að kvika nái inn í pípulögnina í helluhrauninu, sem einkennir hraunmassann, þegar sést til goss í gígnum en líka þegar ekki sést til kviku í honum. Það er fræðilega ekki merk tíðindi en fróðlegt og óvænt að upplifa. Hraunrennsli hefur minnkað og gæti verið nálægt 6-7 rúmmetrum á sekúndu. Ef fram heldur nógu lengi verður hægt að sjá sýnilega hraundyngju hlaðast upp. Flæðigosið hefur nú einkennst af ákveðnum fösum:
Fagrahraunseldar eruption. Picture taken on 12 July 2021 by Ragnar Th.