Skip to main content

Með því að kaupa miða á www.lavacentre.is samþykkirðu eftirfarandi skilmála:

• Eldfjalla- og jarðskjálftasetrið Lava (hér eftir nefnt „Lava-setrið“) er rekið af Lava – Eldfjalla- og
jarðskjálftamiðstöð Íslands ehf.

• Vinsamlega athugaðu þær upplýsingar sem koma fram á miðanum þínum og tilkynntu Lava-setrinu um það skriflega ef þú vilt
fá þeim breytt.

• Miðar eru því aðeins endurgreiddir að sýningunni sé aflýst. Breytist dagsetningar verður miðahafa boðin endurgreiðsla
eða annar miði með nýrri dagsetningu. Beiðnir um endurgreiðslu verður að senda Lava-setrinu skriflega eigi síðar en 28
dögum eftir hina aflýstu sýningu.

• Séu miðar keyptir og áframseldir með ágóða hefur Lava-setrið rétt til að ógilda þá fyrirvaralaust og neita handahafa
miðanna um aðgang.

• Lava-setrið undanskilur sig hvers kyns ábyrgð á meiðslum sem miðahafi kann að verða fyrir á undan sýningu, meðan á
henni stendur eða eftir hana.

• Miðahafi ber fulla ábyrgð á eigum sínum meðan á sýningu stendur.

• Áfengi, tóbak, fíkniefni og hvers kyns ólögleg efni eru bönnuð í sýningarrými og kvikmyndasal Lava-setursins.

Geymdu miðann/miðana þína á öruggum stað. Lava-setrið ber ekki ábyrgð á fölsuðum eða afrituðum miðum. Lava-setrið áskilur sér rétt til að neita handhöfum falsaðra eða afritaðra miða um aðgang og krefjast fullrar greiðslu fyrir slíka miða.

Join the Lava Club

Get updated information regarding the exhibition and special offers. We also send regularly updated information on Icelandic volcanoes and email alerts on eruption and earthquakes.