Skip to main content

Eftir Ara Trausta Guðmundsson

Jarðskjálftahrinan sem gengið hefur yfir á svæði  skammt norðaustan vð Grindavík, um Fagradalsfjall og nágrenni, allt til Kleifarvatns og Krýsuvíkur, hefur misst mátt að nokkru. Hún hefur verð túlkuð sem nýtt eða ný kvikuinnkot inn í jarðskorpuna þétt við ganginn sem fæddi af sér Geldingadalagosið – eða á nærsvæði hans, jafnt suðvestan sem norðaustan við gosstöðvarnar í og við Geldingadali. Kvikan er ættuð úr sömu kvikuþró undir jarðskorpunni og sá fyrir efnismagninu í eldgosið (um 150 milljón rúmmetrar) sem varði frá því í mars fram í september á sl. ári.

 

Mæligögn benda til þess að kvika á hreyfingu í skorpunni nú kunni að vera um helmingur þess sem eldri gangurinn rúmar. Kvikan hefur nálgast yfirborð jarðar undanfarnar vikur og telst grynnst á um 1,5 km dýpi.  Úr þessu getur eldgos getur hafist án mikillar skjálfavirkni en hitt getur líka gerst – að kvikuþrýstingur megni ekki að rjúfa jarðskorpuna. Ný gögn úr ratsjárgervitunglum (InSAR-myndir) eru væntanleg og kunna að skýra stöðuna.

Leave a Reply

Join the Lava Club

Get updated information regarding the exhibition and special offers. We also send regularly updated information on Icelandic volcanoes and email alerts on eruption and earthquakes.