Fræðandi sýning um eldvirkni Íslands
Lava – Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands er fjölbreytt afþreyingar- og upplifunarmiðstöð helguð þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum síðan og eru enn að.
Lava gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa þessi náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti, heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir: Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar. Lava er verðlaunaðasta sýning landsins.
Lava er „glugginn“ inn í jarðvanginn Katla Geopark, ásamt því að vera alhliða upplýsinga, sölu- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Lava kemur einnig á framfæri með beinum hætti upplýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í samvinnu við Almannavarnir, Veðurstofu Íslands og lögreglu.
Rammagerðin rekur stórglæsilega verslun með minnjagripum, íslenskri hönnun og miklu úrvali af 66°Norður.
Við stefnum á að opna kaffihús og lítinn veitingastað í júlí 2023 en sumarið 2024 er stefnt á opnun glæsilegrar mathallar.