Skip to main content
Eldfjallavirkni

Fagradalsfjallseldar: Eldgosið NA við Litla-Hrút liggur niðri

By ágúst 14, 2023No Comments

Þann 5. ágúst sáust síðustu ummerki eldgoss í stóra gígnum á nýju gossprungunni. Flatarmál hraunsins náði rúmlega 1,5 ferkm og rúmmáli á milli 16 og 17 milljón rúmmetra (0,016 til 0,017 rúmkm). Veðurstofan telur rétt að nefna stöðuna hlé í eldvirkninni þar til aðeins lengra líður og hvergi örlar á virkni á hættusvæðinu ofan við stóra kvikuganginn. Von er á tilkynningu um goslok á næstunni ef ekkert gerist af því tagi.