Stóri gígurinn/eldborgin norðaustan við Meradali er tekin að líkjast upphafsmynd stóra gígsins í Geldingadalagosinu. Nokkuð skýrt jafnvægi er komið á inn- og útflæði í aðfærsluganginum og rennslið um 13 rúmmetrar á sek. skv. nýjum upplýsingum frá Jarðvísindastofnun HÍ og samstarfsaðilum. Hraunið hefur þykknað nokkuð og stefnir bráðlega í hálfan ferkílómetra. Rúmmálið gær var um um 3,7 milljón rúmmetrar. Kvikan er mjög svipuð kviku úr fyrri gosum; þ.e. frumstætt basalt – þar sem frumstætt hér tákar að kvikan losnar úr efsta hluta möttulsins undir jarðskorpunni (á allt að 20 km dýpi) þegar hluti möttulbergsins bráðnar og tekur að stíga upp án langrar viðstöðu í djúpunum og brýst inn í skorpuna. Hraun rennur nú í suður með Litla-Hrúti og Kistufelli.
Göngufólk er hvatt til að afla sér upplýsinga um gönguleið og öryggismál á Safe Travel og Facebook-síðu Lögreglunar á Suðurnesjum
Kort: Grindavíkurbær