Í síðustu viku heimsótti Hr. Taleb Rifai aðalritari UNWTO og Christopher Imsen svæðisstjóri fyrir Evrópu LAVA- Eldfjallamiðstöð. Ólöf Ýrr Ferðamálastjóri og Ísólfur Gylfi sveitarstjóri fyldu gestunum í gegn um sýninguna með undirrituðum. Gestirnir gerðu afar góðan róm að sýningunni og kvikmyndinni og sögðu að þetta væri ein metnaðarfyllsta sýning sem þeir höfðu heimsótt. Gestirnir spurðu margs og voru mjög áhugasamir um allt það fræðsluefni sem sett er fram í sýningunni.
Jafnframt þótti þeim hönnun hússins, aðbúnaður allur og veitingarnar til fyrirmyndar og dæmi um það hverning á að standa að faglegri uppbyggingu í ferðaþjónustu hvar sem er í heiminum.