LAVA Eldfjalla- og jarðskjálftasýningin á Hvolsvelli mun opna aftur 18. júní.
Opið verður fimmtudaga til sunnudags milli kl. 10 og 16.
Sérstakt sumartilboð verður í gangi í allt sumar og frítt fyrir börnin. Fyrir eina ferðaávísun kemst öll fjölskyldan á þessa mögnuðu sýningu sem hefur fengið verðlaun út um allan heim.
LAVA er líklega sú sýning sem hefur fengið lang flest verðlaun af öllum sýningum á Íslandi. VIð höfum fengið verðlaun fyrir arkitektúr, hönnun, tækni, mynd og hljóð en það sem við erum líklegas stolltust af er fyrir miðlun upplýsinga.
Sýningin er gagnvirk og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýningin er einnig mjög aðgengileg fyrir eldra fólk og fatlaða þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Rammagerðin mun breytast í 66°Norður útsölumarkað í sumar þar sem allir ætttu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í útileguna.
Enginn veitingastaður verður þetta sumarið í LAVA en hægt verður að kaupa kaffi og drykki auk þess sem alltaf verður eitthvað í gangi. Við ætlum að reyna að vera með uppákomur flestar helgar í sumar. Fylgist vel með á Facebook-síðunni okkar.
Sjáumst í sumar!