Skip to main content
social distancing in practices

LAVA Centre í COVID-19 aðstæðum

Í ljósi ástandsins var eina lausnin að loka sýningunni tímabundið. Rammagerðin og Aska Café loka sömuleiðis. Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LAVA segir: „Það var sársaukafull en auðveld ákvörðun að loka LAVA Centre tímabundið. Öryggi starfsmanna og gesta er alltaf í fyrirrúmi. Eins og staðan er í dag er óljóst hvenær við munum opna aftur en við munum upplýsa gesti okkar á stafrænum miðlum sýningarinnar. „

„Við munum halda samfélagsmiðlunum lifandi með frétttum af eldfjöllum og jarðskjálftum, færslum frá jarðskjálftavaktinni, beinar útsendingar frá Heklu og auðvitað með fallegum myndum af eldfjöllum“.

„Okkur hlakkar til að opna aftur um leið og þessi faraldur er liðin hjá, vonandi snemma í sumar. Við höfum staðið af okkur verri högg eins og sjá má m.a. af eldgosasögu Íslands.“

Nánari upplýsingar

  • Ísland er það land sem hefur verið einna duglegast að taka sýni, vonandi flýtir það endurkomu okkar.

  • Ísland er frábær áfangastaður fyrir Íslendinga, við viljum gjarnan sjá fleiri heimsækja okkur. Við vonumst eftir því að sjá sem flesta í sumar.

  • Sem betur fer hefur enginn starfsmaður LAVA hefur verið greindur með coronavírusinn.

  • Endilega hafið samband við okkur fyrir nánari upplýsingar: info@lavacentre.is 

Höldum sambandi

Eins og áður hefur komið fram munum við halda öllum stafrænum miðlum opnum. Við munum uppfæra þá eins og kostur er. 

Byrjaðu á því að skrá þig á jarðskjálftavaktina

Horfðu á Heklu í beinni frá útsýnispallinum okkar.

Fylgdu okkur svo á:

Deildu með okkur fallegum eldfjallamyndum, við verðum t.d. aldrei leið af því að sjá myndir af Heklu.

Ferðaþjónustuaðilar og fjölmiðlar

Við svörum öllum spurningum um leið og við getum. Við erum ekki með fasta skrifstofutíma en vöktum  info@lavacentre.is 

Við höfum samband til baka eins fljótt og við getum.

 

Leave a Reply